Orðlaus

...
mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalur í matinn

Samfylkingarfélagar á Ísafirði opnuðu sína kosningarskrifstofu klukkan 5 í dag. Boðið var upp á grillaðan hval og pylsur, bæjarbúar kunnu vel að meta það. Þórður Már fjórði maður á lista og Ólína gáfu vegfarendum rós í nafni Samfylkingarinnar. Á sama tíma var skíðavikan sett formlega, svo það var dúndrandi stemming á Silfurtorginu. Smá snjókoma ýtti undir stemminguna.sam1.jpgsam2.jpgsam3.jpg
mbl.is Samfylkingin kynnir kosningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhaldaumræður

Það er gaman að því hve pólítíkin kennir sig við allt sem viðkemur eldhúsinu. Búsáhaldabyltingin var stærsti pólítískur viðburður sem gerðist á þessari öld. Í kvöld verða eldhúsdagsumræðurnar, þar munu sjálfstæðismenn halda áfram argaþrasinu sem þeir hafa verið með undanfarnar vikur, innantómt, glamrandi og holt. Þeir munu boða áframhaldandi óvissu í sjávarþorpunum með því að ríghalda í þetta handónýta kvótakerfi. Þjóðin má ekki eiga fiskinn, útgerðin á að eiga hann, samkvæmt hugmyndum íhaldsins. Þeir munu fyrst og fremst hugsa um sína ríku flokksfélaga, hvernig hægt sé að gauka til þeirra peningum frá samfélaginu. Sjálfstæðismenn þola ekki lýðræði, um stóru málefnin má ekki kjósa, flokksklíkan á að ráða.

Í öllum þeim eldhúsum sem ég hef verið í, eru umræðurnar á hærra plani en það argaþras sem sjálfstæðismenn hafa boðið fólki upp á undanfarnar vikur.


mbl.is Ráðherrar tala í eldhúsdagsumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60 milljarða gefins til sjávarútvegsins

Tryggvi Þór og Sigmundur framsóknarformaður eru að tala um að fella niður 20% af skuldum sjávarútvegsins sem er um það bil 300 milljarðar, þetta er gjöf upp á 60 milljarða. Erum við ekki búin að gefa nóg til kvótagreifana. Vera með flatan niðurskurð upp á 20% er hreint og klárt rán. Það er engin vandi að reikna út þarfir hvers og eins, algjör óþarfi að gefa peninga til þeirra sem ekkert hafa með þá að gera, ég er einnn af þeim sem ekki þarf neina hjálp frá samfélaginu, látum peningana til þeirra sem þurfa á þeim að halda.


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siggi blóma og plokkafiskurinn

Plokkfiskurinn er vinsælasti maturinn sem er á borðum í öllum mötuneytum, það þarf alltaf að hafa ríflegan skammt þegar þessi ljúfi matur er í boði. Á sumrin er Maggi Hauks í Tjöruhúsinu oftast með plokkfisk á matseðlinum, gríðarlega vinsæll réttur. Nú hefur Siggi blóma, strákurinn hennar Ástu Arngríms, hafið framleiðslu á Vestfirskum plokkfiski sem hann selur svo í kolaportinu í Reykjavík.

Siggi er orðin frægur matreiðslumaður sem kemur sífelt á óvart. Hann framleiðir töfraldrykk sem gerður er úr íslenskum jurtum og hefur góð áhrif á kyngetu manna, svo bruggar hann Grænu Þrumuna sem er eftirlætisréttur allra blóma. Á sumrin rekur Siggi veitingarstaðinn og gistiheimilið Dalbæ á Snæfjallaströnd, þar er hægt að fá köku sem heitir því langa nafni ÞaðErBaraÞú, þetta er einhverskonar súkkulaðkaka og að sjálfsögðu er hann líka með plokkfisk.

Mér datt þetta svona í hug þegar ég heyrði talað um plokkfisk. 


mbl.is Plokkað á rétta strengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmur afmælisdagur

Konan á afmæli í dag, fyrsta apríl. Hún bakaði tvær tertur og fór með þær í vinnuna í morgun. Vinnustaðurinn er bæjarskrifstofurnar sem eru á annari og þriðju hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þegar nálgaðist kaffitímann, hringdi hún á þriðju hæðina og sagði að það væru tertur í boði í kaffistofunni. Fyrsti apríl og enginn á þriðju hæðinni trúði henni. Erfitt að eiga afmæli á þessum degi.
mbl.is Einkennilegar fréttir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðunarfælni sjálfstæðismanna

Í mörg, mörg ár hafa þingmenn talað um að fara í stjórnarskrárbreytingar, þessi umræða er ekki ný, langt í frá. Nú er lag að demba sér í verkið og setja af stað alvöru stjórnarskráar-nefnd -þing  sem hefur ákveðinn tíma til að ljúka þessu máli, tólf mánuðir ættu að duga. Það er ótrúlegt hvað þetta getur þvælst fyrir sjálfstæðismönnum, ákvörðunarfælni þeirra á sér engin takmörk. 


mbl.is Bullandi ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg ekki leyfilegt

Ánægður með velferðaráætlunina, þessi ríkisstjórn hugsar um fólkið í landinu. 

Það getur vel verið að einhver feill hafi verið hjá netmogganum þegar hann birti fréttina um persónukosningar, það er nefnilega ekki hægt að tengja fréttina við bloggið, spúkí.

Netmogginn býður up á einhverskonar kosningu þar sem fólk getur skráð sig inn og raðað á lista flokkana. Með þessu móti getur Mogginn fylgst með einstaklingum og haft áhrif á kosningarnar. Ég tel þetta vera mjög varasamt að fólk beri sig svo við fjölmiðil. Passið ykkur!!!!!


mbl.is Velferðaráætlun leiðarljós í aðhaldsaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan í varðhaldi

Nú þarf að passa vel upp á krónuna með sérstökum lögum um gjaldeyrishöft, allir flokkar sammála því. Svarti markaðurinn hefur strax séð tækifæri í því að versla með dýrmætan gjaldeyri, krónan seld á útsölu eða ætti maður að segja rýmingarsölu. Ferðamenn sem koma hingað með erlenda seðla gera góð kaup í verslunum, því seðlabankagengið er í engu samræmi við það lága gengi sem skráð er t.d. í Noregi. Gjaldeyrisbrask á fullu.

Hvað eigum við að þurfa að þola þessa krónu lengi ? ? ?


mbl.is Brýnt og óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósleiðari nauðsynlegri en malbik

Ég óska íbúum á Hellu og Hvollsvelli til hamingju með ljósleiðarann.

Ljósleiðari er orðin mililvægari en góðar samgöngur. Og góðar samgöngur er tvíbreiður malbikaður vegur, eitthvað sem Vestfirðingar vildu gjarna hafa á öllum kjálkanum. Ef ég mætti velja hvort kæmi á undan ljósleiðari eða malbik, þá kysi ég ljósleiðarann. Hraðari gagnaflutningar um netið skapa betri tækifæri fyrir nám, atvinnu, afþreyingu og fleira og fleira.


mbl.is Ljósleiðarar tengdir á Hellu og Hvolsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband