Sjálfstæðisflokkurinn

Ferlega er það nú aumt hjá stjórn sjálfstæðisflokksins að viðurkenna ekki vitneskju sína um mútuféð sem flokkurinn þáði árið 2006. Það trúir því engin að valdamesta fólkið í flokknum hafi ekki vitað af þessum gjörningi. Lágkúrulegt að reyna að skella sökinni á þrjá menn. Allir borgarstjórnarfulltrúar og allir þingmenn sjálfstæðisflokksins vissu af þessum peningum.

Sjálfstæðisflokkurinn er sá spilltasti og óheiðarlegasti flokkur sem fyrirfinnst í vestrænum ríkjum.

Það hefur enginn gleymt ráðningum í embætti ríksins þar sem vinir og ættingar Davíðs Oddsonar gengu fyrir í öll störf.


mbl.is Svandís skorar á Guðlaug Þór og Vilhjálm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Nú væri gaman að fá skilgreiningu frá þér, hvenær styrkur verður mútur ?

Er það yfir 5 mills, 10 mills, 20 mills eða 30 mills ?

Eða er það bara mútur þegar styrkur er orðinn hærri en hæsti styrkur vinstri grænna ?

eða hver spillingarskilgreiningin ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 19:34

2 identicon

Kæri Ingólfur Þór, ég myndi segja að það væri "augljóst" að um "mútur - verndartoll" sé að ræða þegar einhver veitir t.d. styrk sem er 100 sinnum hærri en sú upphæð sem lög segja að eigi að vera hámark..!  Vonlaust er fyrir RÁNFUGLINN að reyna að líta á þessa gjörninga sem eitthvað "eðlilegt".  Þarna eru bæði Landsbankinn & FL-Group að brjóta "hlutafjárlög & hegningarlög" og á því verður að taka af réttum yfirvöldum, t.d. Ríkislögreglustjóra.....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Jakob, þú hlýtur að átta þig á því að árið 2006 voru engar hömlur á því hversa stóra styrki fyrirtæki veittu stjórnmálaflokkum, ný lög þess efnis að hámark ætti að vera 300 þúsund krónu tóku gildi ef mig minnir 1 jan. 2007.

Þannig að þetta með "hámarksupphæð", er bara þvæla.

Þessvegna spyr ég bæði Jakob og Rögnvald, hvenær er styrkur orðinn mútur, við hvaða upphæð viljið þið miða ?

Það að "Þarna eru bæði Landsbankinn & FL-Group að brjóta "hlutafjárlög & hegningarlög"" , það er eitthvað sem kemur Sjálfstæðisflokknum ekkert við, þar eru stjórnir viðkomandi félaga eru ábyrgar.

Þetta eru nú ekki geimvísindi...

Ingólfur Þór Guðmundsson, 13.4.2009 kl. 19:47

4 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Ingólfur: FLgrúbb gefur sjálfstæðisflokknum 30 milljónir og borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins verða Flgrúbbunni innanhandar í fáranlegum viðskiptum um eignir borgarinnar.

Þarna eru bein tengsl, 30 milljónirnar eru þessvegna mútur.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 13.4.2009 kl. 19:52

5 Smámynd: Ingvar

Ingólfur. Sjálfstæðismenn feldu samruna Rei og Geysisgreen en samfylkingin greidd samþykkti . Það var nefnilega búið að múta samfylkingunni með 3 milljonum. VG ( Svandís ) sat hjá við athvæðagreiðslu. Hún sagði ekki nei eins og sjálfstæðismenn sögðu. Og mundu það Ingólfur. sjálfstæðismenn létu ekki múta sér.

Ingvar

Ingvar, 13.4.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband