Nígeríu-stimpill

Mér finnst það svolítið skondið að hafa ÖSE með  eftirlit á öllum kosningarstöðvum á Íslandi. Hélt að við hefðum það gott orð á okkur að til slíkra aðgerðra þyrfti aldrei að grípa. Kannski hefur þetta eitthvað með hrunið að gera, engin þjóð treystir íslenskum fjármálamanni, allir óttast íslending í jakkafötum með skjalatösku.

Það tekur  fleiri ár að endurvinna traust og virðingu og það er verkefni fyrir næstu ríkisstjórn, þessvegna verðum við að hrista af okkur þá mynd sem nágrannar okkar hafa af okkur. Vatnsgreiddi jakkafatamaðurinn ógurlegi er ekki góð ímynd, hann er Nígeríu-stimpill.

Góð ímynd er góðhjörtuð, reynslumikil kona sem ber hag allra fyrir brjósti, stjórnmálaskörungurinn Jóhanna Sigurðardóttir. 

 

 


mbl.is ÖSE í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Röggi minn mér er reyndar farin að leiðast þessi seinagangur og upplýsingaleynd.  Landið brennur og þau segjast hafa nægan tíma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband