Félagsskítar

Nú eru í gangi prófkjör hjá stjórnmálaflokkunum og fjöldi manns að vinna sjálfboðavinnu fyrir sinn kandidat. Þeir hringja út, fara á götuna og tala við fólk, halda kosningarskrifstofunum  opnum, og leggja mikið á sig fyrir sinn mann. Þetta er fólk sem vinnur af hugsjón, vinnur fyrir flokkinn sinn.

Eftir prófkjörið eru sigrar og ósigrar kynntir í fjömiðlum, sjálfboðaliðarnir fagna eða verða pínu spældir en þeir vinna áfram fyrir flokkinn sinn vegna þess að hugsjón þeirra byggist ekki á einum manni. Það er því sorglegt þegar sumir kandidatarnir svíkja þetta ágæta fólk sem lagði svo mikla vinnu á sig fyrir sinn frambjóðanda.

Þetta gerist fyrir hverjar kosningar og í öllum flokkum. Ég á mörg ljót orð yfir þá sem svíkja sinn flokk eftir prófkjörið, eitt vægasta orðið mitt er FÉLAGSSKÍTUR.


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er nú einu sinni svo að fólk upplifir höfnun með ýmsu móti. Karl hafur tekið niðurstöðu prófkjörs sem höfnun á sér, en ég held einfaldlega að kjósendur hafi viljað yngja og endurnýja og það er ekkert athugavert við slíkt. Karli er þakkað fyrir starfið fyrir okkur hér á Norðvesturlendi og óska honum velfarnaðar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.3.2009 kl. 22:20

2 identicon

Hólmfríður þú ert einstaklega hjartagóð og jákvæð manneskja.

Það breytir ekki mínu áliti á þeim sem skipta um flokka eftir prófkjör, sérstaklega finnst mér þetta illa gert gagnvart þeim sem hafa trúað á sinn frambjóðenda og unnið fyrir hann flokknum til framdráttar, svo reynist kandidatinn eingöngu vera að hugsa um eiginn hag.

Rögnvaldur Þór (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband