Glæpahyskið á Vestfjörðum

Það er kreppa, allir á hausnum og engin getur borgað neitt. Kreppan er vegnaþess að helvítis stjórnvöldin unnu ekki vinnuna sína. Í svona ástandi breytist venjulegt fólk  í glæpamenn að sögn sumra hagfræðinga og lögfræðinga,  er það svo?

Kreppan kom til Vestfjarða fyrir tuttugu árum, hún kom hægt og rólega og hefur staðið yfir í tuttugu ár. Kreppan kom þegar kvótakerfinu var breytt, allir horfðu upp á Vestfirði veslast upp og engin gerði neitt, stjórnvöld hertu á ástandinu með því að þrengja að smábátaútgerð. Íbúum fækkaði um fjórðung, þeir sem misstu atvinnuna fluttu burt, seldu fasteignir sínar undir kostnaðarverði og þurftu að borga með sölunni. Stoltir Vestfirðingar hengdu nú haus, urðu að undirmálsmönnum á Íslandi. 

Svo kom blessuð kreppan til sunnlendinga og allt í einu er bara nokkuð öruggt að búa á Vestfjörðum, atvinnuástandið það sama og verið hefur síðastliðin tuttugu ár. Ekkert hefur breyst hér, en viðmiðunin við sunnlendinga er gjörbreytt. Neyslubrjálæðið sem var í gangi þarna fyir sunnan var svo fjarstæðukend að ég skildi það aldrei, fannst ég einhvervegin vera kjáni í peningamálum að því að ég gat öngvan veginn fylgt þessu fólki eftir í kaupum á lífsgæðum. Svo breyttist allt með kreppunni.

Ég er ríkur, hef atvinnu sem þykir vera lúxus í dag, launin borguð samkvæmt taxta eins og undanfarna áratugi. Við hjónin eigum samsett einbýlishús, annar hlutinn síðan 1930 og hinn1950 og sex ára Jimny fjallajeppa með þremur hurðum og skuldum ekki nema tæpar sex millur, assgoti erum við rík. 

Ég horfi á hina Vestfirðingana og hugsa um spámennina sem segja að venjulegt fólk breytist í glæpamenn út af kreppunni. Ég sé bara yndislegt fólk sem lifir nokkuð heibrigðu lífi og gerir ekki of miklar kröfur á tilveruna. Hér er ekki meira af glæpahyski en annarstaðar á Íslandi.


mbl.is Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ef það verður kallað glæpur að taka þátt í uppreisn gegn stjórnvöldum sem ætla að leggja allt undir til að verja auðmenn, bankana, fjármagnseigendur og ríkið á kostnað launaþrælanna ...þá verð ég glæpamaður - stoltur glæpamaður!

corvus corax, 8.5.2009 kl. 17:07

2 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Corvus, það er engin glæpur að mótmæla, það er hverjum stjórnvöldum hollt að vita hvað almenningur er að hugsa og hvað hann ætlast til af ráðamönnum. Gerðu þína borgaralegu skyldu og mótmæltu óréttlætinu af öllum kröftum. Þú breytist ekki í glæpamann við það, heldur ertu pólítískt velþenkjandi manneskja. Gangi þér vel.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 8.5.2009 kl. 17:32

3 identicon

Góður pistill Rögn, gott blogg, ég set þig í áskrift

fékkstu brokkolíið?

bestu kveðjur, Þinn stjúpsonur

Völundur

Völundur Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Herra og frú Brokkálí þakka sendinguna.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 8.5.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband