60 milljarða gefins til sjávarútvegsins

Tryggvi Þór og Sigmundur framsóknarformaður eru að tala um að fella niður 20% af skuldum sjávarútvegsins sem er um það bil 300 milljarðar, þetta er gjöf upp á 60 milljarða. Erum við ekki búin að gefa nóg til kvótagreifana. Vera með flatan niðurskurð upp á 20% er hreint og klárt rán. Það er engin vandi að reikna út þarfir hvers og eins, algjör óþarfi að gefa peninga til þeirra sem ekkert hafa með þá að gera, ég er einnn af þeim sem ekki þarf neina hjálp frá samfélaginu, látum peningana til þeirra sem þurfa á þeim að halda.


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér Rögnvaldur. Þessa flatneskjuhugsun þarf að nema brott. Til þess að ná tilætluðum árangri þarf að ráðast að rót vandans. Ég held að það verði bara ekki gert nema með sértækum úrræðum. Svo þyrftum við að læra af þessum mistökum - bankar þurfa að læra að meta greiðslugetu hvers og eins en ekki að fara yfir strikið til að geta blóðmjólkað almenning með alltof háum lánveitingum. Í Danmörku er t.d. allt tekið inn í slíkt mat - sumarfrí og jólagjafir meðtalið.

20% leiðin er rándýr fyrir ríkissjóð sem aftur leiðir til þess að slíkt mundi bitna hart á ÖLLUM, ekki bara þeim sem fá niðurfellingu. Er sanngjarnt að veitast þannig að næstu kynslóðum sem engin lán hafa tekið? Eða skuldlausum ellilífeyrisþegum?

Auk þess á ekki að meta fyrirtækin á sama hátt og heimilin. Sum fyrirtæki hafa lengi verið afar illa rekin. Dæmi er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins, flutningafyrirtæki sem hefur sýnt sitt rétta andlit í þvi að greiða út "árangurstengda" bónusa uppá hundruði milljóna... en þeir bónusar voru greiddir út í bullandi halla svo líklega hafa þeir miðað að því að setja fyrirtækið í slæma stöðu, eða hvað?

 Ég veit að það er ljótt að segja það, en sum fyrirtæki þurfa að fara á hausinn því þeim verður ekki hjálpað. Kannski koma þá nýjir og hæfari einstaklinar inn á þann markað. Mat á lífvænleika (sértæk úrræði) hlýtur að vera forsenda.

Bestu kveðjur

Herdís (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég sem hélt að Tryggvi Þór yrði vonarpeningur okkar Nobbara sem höfum átt mann á þingi í hart nær eina öld. Hann er jú Nobbari þó brottfluttur sé. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og Tryggvi þór er bara íhald. En hann er samt hinn vænsti drengur af íhaldsmanni að vera, ótrúlegt!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.4.2009 kl. 10:14

3 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Menn og konur geta verið vænstir drengir þó allt virki ekki.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 7.4.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband