Færsluflokkur: Bloggar

Gott fólk á Seyðisfirði

Seyðfirðingar eiga heiður skilið fyrir það að standa með sínu fólki. Það segir mikið til um þann góða anda sem ríkir í þessu bæjarfélagi þar sem íbúarnir slóu skjaldborg um Japsy þegar útlendingastofnunin ætlaði að meina henni um landvistarleyfi. Það er akkúrat svona atburðir sem gerast í litlum bæjarfélögum, það sýnir svo mikla manngæsku og kærleik.

Seyðfirðingar fá stórt prik frá mér og öllum hinum sem fylgst hafa með þessu máli. 


mbl.is Indverskri konu ekki vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku Noræna ríkistjórnin mín

10 maí er góður dagur fyrir alla íslendinga, ríkisstjórn jafnaðarmanna er veruleiki. Til hamingju veröld  Smile

tagates_blogg.jpg


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpahyskið á Vestfjörðum

Það er kreppa, allir á hausnum og engin getur borgað neitt. Kreppan er vegnaþess að helvítis stjórnvöldin unnu ekki vinnuna sína. Í svona ástandi breytist venjulegt fólk  í glæpamenn að sögn sumra hagfræðinga og lögfræðinga,  er það svo?

Kreppan kom til Vestfjarða fyrir tuttugu árum, hún kom hægt og rólega og hefur staðið yfir í tuttugu ár. Kreppan kom þegar kvótakerfinu var breytt, allir horfðu upp á Vestfirði veslast upp og engin gerði neitt, stjórnvöld hertu á ástandinu með því að þrengja að smábátaútgerð. Íbúum fækkaði um fjórðung, þeir sem misstu atvinnuna fluttu burt, seldu fasteignir sínar undir kostnaðarverði og þurftu að borga með sölunni. Stoltir Vestfirðingar hengdu nú haus, urðu að undirmálsmönnum á Íslandi. 

Svo kom blessuð kreppan til sunnlendinga og allt í einu er bara nokkuð öruggt að búa á Vestfjörðum, atvinnuástandið það sama og verið hefur síðastliðin tuttugu ár. Ekkert hefur breyst hér, en viðmiðunin við sunnlendinga er gjörbreytt. Neyslubrjálæðið sem var í gangi þarna fyir sunnan var svo fjarstæðukend að ég skildi það aldrei, fannst ég einhvervegin vera kjáni í peningamálum að því að ég gat öngvan veginn fylgt þessu fólki eftir í kaupum á lífsgæðum. Svo breyttist allt með kreppunni.

Ég er ríkur, hef atvinnu sem þykir vera lúxus í dag, launin borguð samkvæmt taxta eins og undanfarna áratugi. Við hjónin eigum samsett einbýlishús, annar hlutinn síðan 1930 og hinn1950 og sex ára Jimny fjallajeppa með þremur hurðum og skuldum ekki nema tæpar sex millur, assgoti erum við rík. 

Ég horfi á hina Vestfirðingana og hugsa um spámennina sem segja að venjulegt fólk breytist í glæpamenn út af kreppunni. Ég sé bara yndislegt fólk sem lifir nokkuð heibrigðu lífi og gerir ekki of miklar kröfur á tilveruna. Hér er ekki meira af glæpahyski en annarstaðar á Íslandi.


mbl.is Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru blóm

frae_i_potta_blogg_844200.jpg

Ég bjó í Svíþjóð fyrir þrjátíu og fjórum árum og setti þá niður tvö kannabisfræ sem urðu að stórum og fallegum plöntum sem blómstruðu að mig minnir fjólubláum blómum, þær voru svo fallegar að ég gat ekki fengið mig til að reykja þær, þær urðu eftir hjá konunni þegar við skildum.

Nú er ég að bisast við að koma upp nokkur hundruð fræjum niðri í herbergi sem kallast Frændi, það eru tveir gluggar og fyrir þeim eru hillur fullar af litríkum kattaklósetsbökkum sem keyptir voru í Bónus, hver bakki inniheldur 24 smápotta með einu til fimm sumarblómum í.

 

 

Þegar hitnar í veðri, plús fjórar gráður eða meira, læt ég plönturnar út til að herða þær, tek þær svo inn á kvöldin. Í júní er þeim plantað út í garð og þar deyja þær í haust. Af þessu stússi græði ég helling af ánægju.

hilluplontur_inni.jpg dagsfer_ut_blogg.jpg

 

 

 

 


mbl.is Kannabisræktun í Berufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pílukast

Myndin lítur út fyrir að vera nýstárleg útgáfa af spjaldi sem fólk kastar litlum pílum í. Vonandi er þetta ekki einhverjir útlendingahatarar sem hafa sett mynd af konu frá miðausturlöndum í miðju spjaldsins til að fá útrás fyrir sinn perra-hugsunarhátt með því að grýta konuna með pílum. Hvað svo sem þetta er, þá er myndin flott, bleik og pæjuleg.
mbl.is Kraftaverk í verslun 10-11?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nígeríu-stimpill

Mér finnst það svolítið skondið að hafa ÖSE með  eftirlit á öllum kosningarstöðvum á Íslandi. Hélt að við hefðum það gott orð á okkur að til slíkra aðgerðra þyrfti aldrei að grípa. Kannski hefur þetta eitthvað með hrunið að gera, engin þjóð treystir íslenskum fjármálamanni, allir óttast íslending í jakkafötum með skjalatösku.

Það tekur  fleiri ár að endurvinna traust og virðingu og það er verkefni fyrir næstu ríkisstjórn, þessvegna verðum við að hrista af okkur þá mynd sem nágrannar okkar hafa af okkur. Vatnsgreiddi jakkafatamaðurinn ógurlegi er ekki góð ímynd, hann er Nígeríu-stimpill.

Góð ímynd er góðhjörtuð, reynslumikil kona sem ber hag allra fyrir brjósti, stjórnmálaskörungurinn Jóhanna Sigurðardóttir. 

 

 


mbl.is ÖSE í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumardagurinn fauk í garð

Sumarið er komið og allt er fallegra en það var í gær. Undanfarna daga hefur snjórinn bráðnað hratt niður í garðinum og skítur eftir tvo hunda og tvo ketti koma berlega í ljós, þetta eru fyrstu vorboðarnir. Yfirleitt plokka ég upp kúkinn þegar hann nær föstu taki á stéttinni en nú mátti ég horfa á hann birtast án þess að geta gert nokkuð vegna þess að flensa hefur hrjáð mig í tíu daga.  Svo fauk sumardagurinn fyrsti inn í garðinn og breiddi fannhvíta mjöllina yfir sóðaskapinn og nú er garðurinn hvítur og fallegur.

Gleðilegt sumar Smile

 


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heigulsháttur

Það tók langan tíma fyrir þessa útsendara sjálfstæðisflokkinn að viðurkenna nafnlausu auglýsingarnar sem birtu lygaþvælu um Samfylkinguna og VG. Heigulsháttur ofan á óheiðarleika, sjálfstæðisflokkurinn er búinn að slá öll sín fyrri met í auðvirðilegri kosningarbaráttu þessa dagana.

Enginn flokkur ætlar að setja eignaskatt á venjuleg heimili. Af hverju geta sjálfstæðismenn ekki sagt frá því hvað þeir ætla að gera í stað þess að ljúga og ófrægja mótherja sína. Öll sjálfsvirðing og sjálfstraust hjá FLokknum er rokinn út í veður og vind.


mbl.is Áhugahópur um endurreisn kemur í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álhættufíklar

Fjármálafyrirtækin hrundu í haust og íslenska þjóðin rambar á barmi gjaldþrots. Lærdómurinn er auðvitað sá að hafa sem fjöbreyttast atvinnulíf í landinu. Orkusala og fiskurinn verða í langri framtíð þær greinar sem við komum til með að hagnast mest á.

Það er skynsamlegast að dreifa áhættunni og handvelja orkufrek fyrirtæki til starfa hér á landi, setja eggin í margar körfur.

Álfyrirtækin eru eins og önnur fyrirtæki að sameinast , svo getur farið að aðeins eitt álfyrirtæki eigi allar álverksmiðjur á Íslandi, ekkert smávald sem slíkt fyrirtæki hefði. Það eru mörg önnur fyrirtæki sem þurfa á mikilli orku að halda, skoðum þau. Það er nóg komið af álverum.

Það gæti orðið hrun í álversbransanum með tilheyrandi hruni fyrir íslenskt samfélag.


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákveðinn og sterkur Björgvin

Það dylst engum að Samfylkingin ætlar að láta reyna á ESB aðild. Það er skýrt talað, og hljóðið í öllum frambjóðendum Sf er samróma. Peningastefna framtíðarinnar er ESB aðild og taka upp evru.

Björgvin G. var flottur í kvöld.


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband