19.3.2009 | 17:43
Veruleikafirrtir sjálfstæðismenn
Svo segir í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu: "Sú ákvörðun stjórnar HB Granda að leggja til að greiða hluthöfum 8% arð er forkastanleg og óásættanleg með öllu í því ástandi sem nú ríkir. SGS skorar á fyrirtækið að láta launahækkanir upp á 13.500 kr. koma strax til framkvæmda."
Vilhjálmur er fyrrverandi þingmaður sjálfstæðisflokksins og einn helsti hugmyndafræðingur frjálshyggjunar. Hann skilur ekki orðið siðfræði, hann bara fattar ekki að allt samfélagið er á suðupunkti vegna græðgi fjármálamanna. Vilhjálmur er ekki eini frjálshyggjumaðurinn sem er svona blindur, flestir flokksfélagar hans eru það líka.
Að láta verkafólk í frystihúsi taka á sig launalækkanir til að borga auðjöfrum milljónir í arð er SIÐLEYSI.
Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.