22.3.2009 | 08:53
Að rækta garðinn sinn
Assgoti öfunda ég þetta fólk af græjunum sem það notar við að rækta kannabisplöntuna. Síðan í janúar hef ég verið að koma upp nokkrum tegundum af sumarblómum og þarf að nota alla glugga í húsinu til þess en birtan aldrei nóg. Konan þolir þessa yfirtöku á gluggum heimilisins bara í smátíma, verður orðin pirruð í maí. Við erum með ágæta geymslu en birtan þar er svo til engin, svo það þarf að lýsa hana upp með gerfisól til að græðlingarnir dafni.
Plöntukrimmarnir nota eingöngu hágæða lampa sem kosta eitthvað i kringum fimmtíu þúsund krónur stykkið. Lögreglan er með uppboð tvisvar, þrisvar á ári, á góssi og græjum sem þær hafa upprætt. Nú verð ég að hafa vakandi auga með þessum uppboðum á næstunni, get þá kanski fengið ódýra plöntulampa, vökvakerfi, viftur og fl.
Kæmi til greina að leyfa kannabislyf á undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er næstum viss Rögnvaldur að í þessu fasista landi sé ekki séns á að fá að nota þessa lampa eftir að þeir eru teknir úr kannabisgróðurhúsunum heldur er þeim eytt.
Pétur K (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.