Samfylkingin og ESB

Það er ljóst að eftir kosningar verður þverpólítísk afstaða til Efrópubandalagsins á Alþingi. Sjálfstæðismenn eru feimnir við að opinbera skoðanir sínar í þessu máli, fjölmargir eru þó nokkurskonar leynifylgendur bandalagsins. Þora samt ekki að segja skoðun sína afdráttarlaust fyrir kosningar.

Framsóknarmenn eru eins og þeir eru, opnir og lokaðir í báða enda.

Mjög stór hópur sem fylgja og kjósa Vinstri græna eru hlyntir aðildarviðræðum.

Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur afdráttarlausa stefnu í þessu veigamiklu máli, það á að fara í viðræður og sjá hvað er í boði. Aðildarviðræður eru jafnframt peningarstefna Íslands næstu ára.


mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sjálfstæði Íslands er ekki til sölu, ekki fyrir evrur né nokkuð annað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála.  Sækja um og sjá raunverulega kosti þess og galla um hvað aðild snýst.  Er fyrir lifandis löngu orðin leið á fordómafullri afstöðu stjórnmálamanna, sem sjá Grýlu í hverju horni.

Ég vil sjá hvað samningur gæti falið í sér og að þjóðin kjósi svo um aðild þegar það liggur fyrir.

Sigrún Jónsdóttir, 26.3.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég kaus Samfylkinguna síðast og líka 2003. Vegna hinnar "afdráttarlausu stefnu í þessu veigamikla máli" kýs ég hana ekki í komandi kosningum.

Ef innganga í ESB snérist aðeins um gjaldmiðilinn værum við fyrir löngu komin þangað inn. En innganga í svona bandalag er svo miklu, miklu, miklu stærra mál en að skipta um gjaldmiðil.

Það er mjög varasamt að líta á inngöngu sem "stefnu í peningamálum" eins og ISG orðaði það í áramótaþætti á RÚV. Með því að segja "aðildarviðræður eru jafnframt peningastefna Íslands næstu ára" ertu að taka undir þá skoðun.

Ótrúlegt er hvernig tekist hefur að gera krónuna að blóraböggli og láta hana deila sök með þeim glæframönnum sem lögðu allt í rúst. Síðan er evran gerð að þungamiðju ESB umræðunnar en framsal á löggjafarvaldinu varla nefnt. Það breytir samt skipan mála til framtíðar og fjarlægð valdsins mun koma í bakið á okkur löngu eftir að kreppan er gleymd.

Haraldur Hansson, 26.3.2009 kl. 10:44

4 identicon

Finnst alveg sprenghlægilegt þegar að sumir Íslendingar tala um að sjálfstæði okkar sé ekki til sölu, finnst þetta hreinlega bera vott um minnimáttarkennd Íslendinga gagnvart öðrum þjóðum, er sammála Óskari eru öll þessi ríki ekki sjálfstæð ríki sem að Óskar taldi upp?? Evrópusambandið snýst ekki um að afsala sér öllu sjálfstæði blablabla heldur snýst Evrópusambandið um samvinnu aðildarríkjanna, að öll aðildarlönd hafi sama gjaldmiðil og sömu stefnu!!! Hvernig á Ísland eitt og sér að standa sjálfstætt á milli ESB og Bandaríkjanna???? Og hugmyndin um þjóðarkosningu hvort að við eigum að fara í aðildarviðræður eða ekki ??? og hvað þjóðaratkvæðagreiðslu svo um hvort að við eigum að ganga  inn eða ekki ??? Auðvitað eigum við að hefja aðildarviðræður STRAX í dag og svo skoða kosti þess og galla og SVO taka afstöðu með þjóðaratkvæðagreiðslu (sem að íslendingar mundu eflaust fella rétt eins og þeir bölva stjórnmálamönnum  en kjósa svo sama skítinn yfir sig aftur og aftur, eitthvað sem ég hef aldrei skilið) Finnst ótrúleg þröngsýni þegar að fólk er á móti aðildarviðræðum auðvitað eigum við að hefja þær sem fyrst og svo taka afstöðu hvort að það sé þess virði að vera "sjálfstæð" ég segi nú bara hvert verður sjálfstæði okkar þegar að við stöndum ein á báti með gjaldeyrishöft, ofurverð á öllum nauðsynjavörum (sem er nú þegar byrjað og getur bara versnað með þessu áframhaldi) foreldrar að hýsa sig inni í stofu því að þeir verða að láta börnin hafa svefnherbergi og eiga ekki efni á að skipta um íbúð vegna ofurverðtryggingar og atvinnuleysis og flest okkar eiga ekki einu sinni efni á að fara 1x á ári eða 2 ára fresti að sjá sólina annarsstaðar út í heimi, þannig að við sökkvum í þunglyndi sem fylgjir sólarleysis hér á landi...... En þá getum við huggað okkur við það að við erum "SJÁLFSTÆÐ" Kommon getur fólk ekki aðeins farið að hugsa aðeins lengra út fyrir rammann en að "við seljum ekki fullveldi okkar fyrir evrur"  Við hljótum þá að vera fullvaldasta ríki í Evrópu fljótlega ef þetta er hugsunarhátturinn

Kostirnir eru mun meiri en Evran ein og sér við ESB, t.d veitir ESB mikið af styrkjum til að efla t.d landbúnað, tollar á innfluttri vöru lækka og vöruverð um leið, verðtrygging myndi fljótlega detta út, spilling í stjórnmálum og endalaust hægt að telja endalaust upp, auðvitað fylgja einhverjir ókostir líka en Íslendingar margir hverjir hafa svo mikið hugsunarhátt "ALLT FYRIR EKKERT" förum í aðildarviðræður og athugum hvort að kostirnir vegi ekki upp á móti göllum - TÖKUM SVO AFSTÖÐU TIL ESB AÐILDAR í stað þess að reyna að drepa hugmyndina STRAX

Solla Bolla (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:20

5 identicon

Solla Bolla og Óskar eru með þetta....

Kjósandinn (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Haraldur, alveg hárrétt, þetta snýst ekki bara um evru, ESB er eins og þú orðar það, svo miklu, miklu, miklu meira en það. Til að fá einhverja vineskju um hvað er að ræða verðum við að kynna okkur málið, það er gert með aðildarviðræðum eins og Sigrún segir.

Á þessari slóð má lesa sér til um hvað málið snýst. 

 http://www.samfylking.is/media/files/ESB-b%C3%B3k.pdf

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 26.3.2009 kl. 13:10

7 identicon

Elsku Solla mín því í ósköpunum ertu ekki löngu flutt í sólina þér líður greinilega afar illa að vera herna meðal vor.

ESB aðild bjargar bara ekki nokkrum sköpuðum hlut auðvitað eigum við að byggja landið okkar upp aftur sjálf á okkar forsendum og hætta að lúta forræðishyggju annara er ekki tími til komin að fólk fari að hugsa sjálft og taka sínar eigin ákvarðanir í stað þess að treysta eilíft á aðra

Talar upp spillingu ESB hefur einmitt verið orðlagt fyrir að vera spillingarstía og eins og svo sem fleyri stjórnvöld.

Eg rek sjálfur lítið ferðaþjónustufyrirtæki og buin að gera í hart nær tíu ár mínir gestir eru nánast allir evrópubúar og auðvitað spjallar maður oft við þetta fólk og þar á meðal um ESB og hvernig þeim finnist, aðens einn endurtek aðeins einn hefur hælt því að land hans sé aðili að því hinir annað hvort hrista höfuðið eða eru andsnúnir því og þetta finnst mér vaxandi núna í seinni tíð. Þetta er nú upplifelsi íbúa þessara fyrirheitnu Paradísar margrara landa okkar.

Þetta hefur enn meira styrkt mig í því að við eigum ekkert erindi þarna inn.

Þetta hefur sa

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:15

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur Rögnvaldur og takk fyrir tengilinn.

Ég hafði reyndar lesið í þessari bók, sem er frá 2001. Það sem er á bls. 9 er eitthvað sem ég vil beina sjónum að, meira en auðlindunum sem flestir tala um. Ég óttast að eftir 10-20 ár, þegar kreppan er löngu gleymd, komi framsal á valdi yfir eigin velferð í bakið á okkur. Þetta snýst ekki síst um það; hið fjarlæga vald.

En bók frá 2001 segir okkur aðeins hvernig ESB var/er en ekki hvernig það verður þegar Ísland ætti kost á að ganga þar inn. Sú breyting sem verður með Lissabon samningnum er veruleg. 

Ég kýs frekar að kynna mér málin frá grunni en taka við "sannleikanum" frá þeim sem fást við pólitík. Mæli með þessari bók eftir Jens-Peter Bonde sem hann gaf út 2007 (ókeypis pdf á vefnum) og fjallar um breytingar sem leiða af Lissabon samningnum. Bonde sat á Evrópuþinginu fyrir Dani í 29 ár. Skýr framsetning, auðvelt í lestri og glöggar skýringar á spássíum. Það sem breytist er auðkennt með feitletrun.

Þó eflaust megi segja margt gott um ESB get ég bara ekki séð að þetta sé klúbbur fyrir Ísland. Bara alls ekki. Allra síst ættum við að fara þangað inn í kreppu, það er eitruð blanda af uppgjöf og fljótfærni.

Haraldur Hansson, 26.3.2009 kl. 14:19

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

ESB er bandalag fullvalda ríkja. Ísland er ekki fullvalda ríki nú um þessar mundir. Við erum frekar langt frá því að hafa fullt vald yfir okkar fjármálum, yfir okkar gjaldeyrisviðskiptum, yfir okkar hagkefi o. s. frv. Fullveldi okkar og sjálfstæði mundi aukast til muna við inngöngu í ESB. Félagslegur jöfnuður mun aukast, réttarstaða launafólks aukast enn frekar, möguleikar til atvinnu uppbyggingar um land allt mun eflast til muna með því að Ísland mun njóta sérstakra styrkja sem veittir eru á harðbýl svæði norðan 62. breiddargráðu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.3.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband