31.3.2009 | 19:21
Krónan í varðhaldi
Nú þarf að passa vel upp á krónuna með sérstökum lögum um gjaldeyrishöft, allir flokkar sammála því. Svarti markaðurinn hefur strax séð tækifæri í því að versla með dýrmætan gjaldeyri, krónan seld á útsölu eða ætti maður að segja rýmingarsölu. Ferðamenn sem koma hingað með erlenda seðla gera góð kaup í verslunum, því seðlabankagengið er í engu samræmi við það lága gengi sem skráð er t.d. í Noregi. Gjaldeyrisbrask á fullu.
Hvað eigum við að þurfa að þola þessa krónu lengi ? ? ?
Brýnt og óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.