Búsáhaldaumræður

Það er gaman að því hve pólítíkin kennir sig við allt sem viðkemur eldhúsinu. Búsáhaldabyltingin var stærsti pólítískur viðburður sem gerðist á þessari öld. Í kvöld verða eldhúsdagsumræðurnar, þar munu sjálfstæðismenn halda áfram argaþrasinu sem þeir hafa verið með undanfarnar vikur, innantómt, glamrandi og holt. Þeir munu boða áframhaldandi óvissu í sjávarþorpunum með því að ríghalda í þetta handónýta kvótakerfi. Þjóðin má ekki eiga fiskinn, útgerðin á að eiga hann, samkvæmt hugmyndum íhaldsins. Þeir munu fyrst og fremst hugsa um sína ríku flokksfélaga, hvernig hægt sé að gauka til þeirra peningum frá samfélaginu. Sjálfstæðismenn þola ekki lýðræði, um stóru málefnin má ekki kjósa, flokksklíkan á að ráða.

Í öllum þeim eldhúsum sem ég hef verið í, eru umræðurnar á hærra plani en það argaþras sem sjálfstæðismenn hafa boðið fólki upp á undanfarnar vikur.


mbl.is Ráðherrar tala í eldhúsdagsumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nákvæmlega.  Ég á vitrænni samræður við 4ra ára sonarson minn en það sem heyrist frá frá ræðupúlti alþingis þessa daganna!

Sigrún Jónsdóttir, 7.4.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þessi sandkassaleikur íhaldsins á ekki eftir að skila góðu til flokksinns, sem betur fer. Mér væri ljúft að horfa á, lesa og hlusta á þennan leik sem lengst.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 9.4.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband