12.4.2009 | 21:01
Mútur
Þegar stjórnmálaflokki er mútað með tugmilljónum króna, þá vita allir þingmenn og allir borgarstjórnarmenn flokksins af því. Þeir verða að framfylgja því sem mútugjafinn ætlast til, öðruvísi gengur dæmið ekki upp.
Jafn áhrifamikill maður og Bjarni Benediktsson er innan sjálfstæðisflokksins, þá veit hann að sjálfsögðu um fjárhagsstöðu flokksins og hann vissi líka um stöðuna árið 2006.
Þorgerður Katrín hefur alla vitneskju um stærstu peningagjafirnar til sjálfsæðisflokksins síðustu ára. Að halda því fram að bara Geir Hilmar og einhverjir tveir hjálparguttar séu þeir einu sem vissu um peningana frá Jóni Ásgeiri og Bjöggunum er hrein firra.
Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.