17.4.2009 | 11:39
Heilindi klerksins
Það er alveg í anda klerksins að andskotast út í þá sem vilja breyta til í kvótakerfinu, enda veit hann aldrei hvort hann er að koma eða fara. Hefur varla hugmynd um hvaða flokki hann tilheyrir eða hvaða stefnu hann hafði í gær um handfæraveiðar. Þetta litla hænuskref sem Vg hefur á stefnuskrá sinni í kvótabreytingum kemur mörgum smábátaeigendum til góða og því ber að fagna þessari hugmynd.
Það er alveg öruggt að Vg og Samfylkingin verði við stjórn eftir kosningar. Trillukarlar um land allt geta farið að þurrka rykið af handfærarúllunum, grásleppukarlar komast á skak strax eftir grásleppuvertíðina. Sjávarþorpin verða mun líflegri.
Stofnað leikhús í Kaffivagninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem að er við þetta útspil Steingfríms er, að þora ekki að leyfa handfærin utan þess kvóta sem nú er úthlutað. Það á ekki að taka byggðakvótann af heldur bæta við færunum.
Pétur
Pétur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.