Álhættufíklar

Fjármálafyrirtækin hrundu í haust og íslenska þjóðin rambar á barmi gjaldþrots. Lærdómurinn er auðvitað sá að hafa sem fjöbreyttast atvinnulíf í landinu. Orkusala og fiskurinn verða í langri framtíð þær greinar sem við komum til með að hagnast mest á.

Það er skynsamlegast að dreifa áhættunni og handvelja orkufrek fyrirtæki til starfa hér á landi, setja eggin í margar körfur.

Álfyrirtækin eru eins og önnur fyrirtæki að sameinast , svo getur farið að aðeins eitt álfyrirtæki eigi allar álverksmiðjur á Íslandi, ekkert smávald sem slíkt fyrirtæki hefði. Það eru mörg önnur fyrirtæki sem þurfa á mikilli orku að halda, skoðum þau. Það er nóg komið af álverum.

Það gæti orðið hrun í álversbransanum með tilheyrandi hruni fyrir íslenskt samfélag.


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband