22.4.2009 | 14:25
Heigulsháttur
Það tók langan tíma fyrir þessa útsendara sjálfstæðisflokkinn að viðurkenna nafnlausu auglýsingarnar sem birtu lygaþvælu um Samfylkinguna og VG. Heigulsháttur ofan á óheiðarleika, sjálfstæðisflokkurinn er búinn að slá öll sín fyrri met í auðvirðilegri kosningarbaráttu þessa dagana.
Enginn flokkur ætlar að setja eignaskatt á venjuleg heimili. Af hverju geta sjálfstæðismenn ekki sagt frá því hvað þeir ætla að gera í stað þess að ljúga og ófrægja mótherja sína. Öll sjálfsvirðing og sjálfstraust hjá FLokknum er rokinn út í veður og vind.
Áhugahópur um endurreisn kemur í ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
af hverju getur þú ekki svarað efnislega en ekki með barnalegu skítkasti? Sorglegt, sömu viðbrögð og hjá forrystumönnum VG. Fara í þvílíka vörn og skítkast yfir sendiboðanum en ræða ekkert efnislega um málið. Enda geta það ekki.
hs (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:33
Já það er nú öllu virðulegri kosningabaráttan hjá VG. Sletta málningu á kosningaskrifstofum hinna en nú öllu innihaldsríkara og barmafullt af sjálfsvirðingu.
Grétar (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:46
nú er Hannesaræskan úr FLokknum komin í skítkastið undir nafninu "félag ungs fólks í sjávarútvegi"hahahaha...
zappa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:48
gættu að góði maður hver kastaði fyrsta steininum og gleymdu aldrei af hverra völdum við erum komin í þessa stöðu ég held að þjóðin muni dæma flokkana á kjördag svo spyrjum að leikslokum
Guðni Sigmundsson, 22.4.2009 kl. 14:48
var einhversstaðar þar sem slett var málningu og skyri sett nafn vg ég bara spyr
Guðni Sigmundsson, 22.4.2009 kl. 14:50
Nei Guðni ekki frekar en við þessa umræddu auglýsingu.
Kristinn (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:54
Mér sýnist VG og samfó ætla að kasta þeim síðasta og tryggja að við verðum í þessari stöðu til frambúðar, undir járnhæl ríkisins.
Gunnar V. (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:55
Hvernig í óssköpunum er þetta Lygaþvæla??...
Þetta eru hlutir sem forsvarsmenn flokkana sögðu og/eða var fundið á opinberum stöðum í boði flokkanna, eru sumir með lélegt minni eða bara í afneitun.. og já 2% eignaskattur er skattur á venjulegt heimili, og fjármagnstekjuskattur líka í vissum tilfellum.
Fyrir mitt leiti segi ég NEI við eignaskatti og hátekjuskatti, þótt ég muni ekki ekki lenda í hátekjuskattinum.
Jóhannes H. Laxdal, 22.4.2009 kl. 14:58
Auðvitað dettur sjálfstæðisFLokkurinn ekki í hug að hækka skatta. Þeir auðvitað lækka þá. Síðan munu þeir örugglega ekki fara að skera nein útgjöld niður (nema kanski þá til sjúklínga og aldraða). En auðvitað ekki verður ekki skorið niður hjá vinum og kunningjum, það er af og frá. Ég veit ekki alveg hvernig þeir ættla að laga þessa stöðu sem þeir eru búnir að koma þjóðinni í. Sennilega ættla þeir bara að koma okkur bara enn betur á kaf.??
Kjarri.
Kjarri (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:07
Fólk með yfir 500 þús hefur að líkindum keypt sér dýrari fasteign en þeir með lægri launin. Þar af leiðandi hafa lán þeirra hækkað mun meira í verðbólgunni en þeirra sem minna skulda. Það að segja að þessi hópur sé aflögufær er hálfgerður brandari. Ég veit nú þegar um mörg heimili sem munu ekki þola auka álögur vegna "hátekjuskatts". Efast um að hækkun vaxtabóta brúi bilið. Það er kostnaðarsamt fyrir bankana þegar þau heimili hætta að borga og afskrift lána þeirra kemur til. Held það hljóti þá allavega að taka tillit til skuldastöðu.
Albert Guðmann Jónsson, 22.4.2009 kl. 15:07
Hvað er þetta innlegg þitt annað en lygaþvæla um sjálfstæðisflokkinn. Stop wastin my time.
Róbert (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:16
Guðni, ég var staddur í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði þegar skvett var ógeði inn á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar og sá með eigin augum að ungmennin voru með barmmerki Vinstri Grænna, enginn annar en suðningsmaður mundi merkja sig þannig.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:22
Er ég að missa af einhverju, var ekki Samfylkingin í stjórn þegar allt hrundi?
Ía.
Ía (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:24
Ísland er nánast gjaldþrota. Það verður að fara í fjölmargar aðgerðir til að rétta fjárhagin af. Eitt af því er að hækka skatta á fjármagnseigendur og leiðrétta þar með það óréttlæti að þeir ríkustu borgi hlutfallslega minnstu skattana, láti sem sagt venjulega launþega um að reka samfélagið. Setja aukaskatta á þá sem hafa 500 þús. og meira. Hlífa þeim sem minni tekjur hafa eins og hægt er.
Við erum á hausnum og það verða sársaukafullar aðgerðir á næstu árum. Það tekur langan tíma að þrífa upp 18 ára skítasöfnun sjálfstæðismanna.
Það er engin hókus pókus lausn á efnahagsvandanum.
Rögnvaldur Þór Óskarsson, 22.4.2009 kl. 15:28
SjálfsstæðisFLokkurinn ætlar að TRYGGJA að innan við 1% af fjölskyldum í landinu (þ.e. þær sem eru blessaðar af flokknum) fái meira en 20% af heildartekjum allra, helst koma þeim 30%-40%. Þá yrði þetta eins og í USA - eins og FLokkurinn vill. LIFI MISRÉTTI OG SPILLING (kjörorð SjálfsstæðisFLokksins)
Babbitt (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:31
Það er þegar búið að hækka skattstofninn, það var gert á síðasta ári þegar xD og xS voru ennþá í stjórn .. það á ekki að hækka hann aftur.
Hvernig væri að fækka úthlutuðum listamannalaunum en ekki fjölga nú þegar "Ísland er nánast gjaldþrota", hvernig væri svo að lækka þessi laun þannig að þau samsvari atvinnuleysisbótum en ekki langt yfir þær. Það eru nú 5Milljarðar sem einhver var búinn að reikna sem fer í þessar breytingar á listamannalaunum.
hvað varðar fjármagnstekjuskatt þá mætti alveg skipta honum upp, t.d. finnst mér 10% á "Af öllum vaxtatekjum sem maður fær af inneignum, bréfum eða kröfum, og greiddar eru af bönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum eða öðrum staðgreiðsluskyldum aðilum" vera meira en nóg.. hvað varðar % hlutfall hinna liðina sem Fjármagnstekjuskattur nær til mætti alveg hækka eitthvað.
Hvað varðar þessa gömlu tuggu um að "hinir útvöldu" eiga allt saman þá er hún nú orðin svoldið gömul.. Ég held að Margaret Thatcher sagði það best þegar hún sagði að "[they] would rather the poor were poorer provided the rich were less rich".
Jóhannes H. Laxdal, 22.4.2009 kl. 15:53
Maður er unnið hefur allt sitt líf og er kannski kominn á eftirlaun með skitnar 160 þ. á mánuði á hús, metið á 50 milljónir.
2% eigna-skattur yrði EIN MILLJÓN á ári, eða 83.333 á mánuði.
Þetta yrði svo sennilega innheimt eftir skattauppgjör eins og fasteignagjöld (4 síðustu mánuði ársina) sem gerði skattinn að 250.000 á mánuði September til Desember.
Jafnvel þó að viðkomandi væri giftur dygðu útborgun lífeyris varla fyrir skattinum.
N.B. Greiðslur lífeyris hafa verið skertar um 10% nýlega og eftir því sem kom fram í fréttum í gær eru líkur á að það þurfi að skerða um 10% í viðbót innan árs..
Gríðar-gott skattafrumvarp x-v myndi s.s. koma fólki á eftirlaunum á vonarvöl á innan við einu ári!!!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.