Sumardagurinn fauk í garð

Sumarið er komið og allt er fallegra en það var í gær. Undanfarna daga hefur snjórinn bráðnað hratt niður í garðinum og skítur eftir tvo hunda og tvo ketti koma berlega í ljós, þetta eru fyrstu vorboðarnir. Yfirleitt plokka ég upp kúkinn þegar hann nær föstu taki á stéttinni en nú mátti ég horfa á hann birtast án þess að geta gert nokkuð vegna þess að flensa hefur hrjáð mig í tíu daga.  Svo fauk sumardagurinn fyrsti inn í garðinn og breiddi fannhvíta mjöllina yfir sóðaskapinn og nú er garðurinn hvítur og fallegur.

Gleðilegt sumar Smile

 


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar...vona að það hláni hjá ykkur fyrir haustkomu

Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband