Kæru blóm

frae_i_potta_blogg_844200.jpg

Ég bjó í Svíþjóð fyrir þrjátíu og fjórum árum og setti þá niður tvö kannabisfræ sem urðu að stórum og fallegum plöntum sem blómstruðu að mig minnir fjólubláum blómum, þær voru svo fallegar að ég gat ekki fengið mig til að reykja þær, þær urðu eftir hjá konunni þegar við skildum.

Nú er ég að bisast við að koma upp nokkur hundruð fræjum niðri í herbergi sem kallast Frændi, það eru tveir gluggar og fyrir þeim eru hillur fullar af litríkum kattaklósetsbökkum sem keyptir voru í Bónus, hver bakki inniheldur 24 smápotta með einu til fimm sumarblómum í.

 

 

Þegar hitnar í veðri, plús fjórar gráður eða meira, læt ég plönturnar út til að herða þær, tek þær svo inn á kvöldin. Í júní er þeim plantað út í garð og þar deyja þær í haust. Af þessu stússi græði ég helling af ánægju.

hilluplontur_inni.jpg dagsfer_ut_blogg.jpg

 

 

 

 


mbl.is Kannabisræktun í Berufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

34 ár síðan þú bjóst í Svíþjóð.....ég sem hélt við værum rétt liðlega þrítug núna

Fæ að skoða garðinn ykkar ef ég skrepp vestur í sumar

Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Alltaf velkomin.

Aldurinn er víst talinn í árum, annars er ég ekkert smeikur við að gamlast, maður róast allur og verður yfirvegaðri,  ligeglad með allt, dóldið svona eins og maður hafi verið að reykja bannaðar plöntur.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 8.5.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband