20.4.2009 | 21:28
Evra
Starfsmaður Evrópusambandsins var steinhissa á bullinu í sjálfstæðismönnum, sem ætla að biðja Alþjóða gjaldeyrissjóðinn að biðja Evrópusambandið að gefa okkur leyfi til að nota evru.
Karlgreiið sem heitir Percy kom bar af fjöllum og skildi ekkert í þessum íslenska stjórnmálaflokki, enda vissi hann að fyrir löngu var búið að gera íslendingum grein fyrir því að ekki væri hægt að taka upp evruna nema vera í ESB. Svo bendti hann á að það væri ekki hlutverk AGS að redda þjóðinni um evru.
Björn Bjarnason segir að Percy sé dólgur af því að hann sagði sannleikann. Þessar hugmyndir sjálfstæðismanna um evru-upptöku eru görsamlega út í hött, það er ekki einu sinni hægt að hlæja að vitleysunni í þeim.
Það er bara ein leið til að taka upp evru og hún er sú að ganga í ESB og til þess að svo verði þarf að kjósa þann flokk sem er hlyntastur ESB-aðild.
Dólgsleg árás, segir Björn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2009 | 13:49
Spámenn í NV kjördæmi
Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum spá því að þetta gerist á næstu fimmtán árum ef hróflað verði við núverandi kvótakerfi.
- Norðurtanginn verði lagður niður og allt fiskvinnslufólk missi vinnuna
- Íshúsfélag Ísfirðinga verði lagt niður og allir missa vinnuna
- Skuttogarinn Guðbjörg ÍS verði seld úr byggðalaginu ásamt öllum kvóta
- Flateyringar missi allan sinn kvóta
- Íbúum Vestfjarða fækki úr ellefu þúsund í sjö þúsund
- Gríðarleg fækkun smábáta
- Hrun í greinum tengdum fiskvinnslu
Þeir er svo miklir spámenn að þeir sjá fyrir sér að Norðurtanginn verði gerður að íbúðarblokk.
Þetta er hræðilegur spádómur, skyldi hann ganga eftir?
Sýður á mönnum vegna 5% landsbyggðarskattsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2009 | 12:11
Útilokunaraðferðin
Pólítískur öfgahópur ræðst inn á skrifstofu Samfylkingarinnar, hver er að verki? Látum okkur sjá og beitum útilokunaraðferðinni.
Framsókn, nei þeir láta aldrei svona, eru of miklir refir til að vera með leikaraskap.
Borgarahreyfingin, nei þeir eru alltof uppteknir af sjálfum sér, svo eiga þeir enga peninga fyrir slori og skyri.
Lýðræðishreyfingin, nei þeir hafa ekki mannskap á þessu svæði til að sletta.
Frjálslyndi flokkurinn, nei alltof fámennir og þeir myndi eingöngu nota slor.
VG, nei þeir eru vinir Samfylkingarinnar og myndu frekar færa flokknum skyr með rjóma á djúpum disk.
Sjálfstæðisflokkurinn, hemmm hm stuttbuxnadeildin með lambúshettur. Gæti það verið?
Slettu skyri í kosningaskrifstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
20.4.2009 | 10:24
Tilfinningarríkur og viðkvæmur.
Ósköp er karlanginn hann Björn Bjarnason viðkvæmur. Hann getur ekki hugsað sér að styðja þau mál sem alþingismenn og ráðherrar flytja ef viðkomendur fara í taugarnar á honum, sama hvort hann er sammála og tilögurnar góðar.
Fyrir BB er aðalmálið að hann og flokksmenn hans fíla þá sem flytja málið. Þingmaður má ekki virka ögrandi á Björn, hann á að tala, sitja, standa og klæða sig samkvæmt einhverjum óskilgreindum háttum sjálfstæðismanna og skilyrðislaust að hafa bugtandi framkomu gagnvart FLokknum.
Málefnin? Þau eru bara auka atriði
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 14:31
Borgað í byggðakvóta
Byggðakvótinn hefur verið misnotaður af sveitarstjórnarmönnum hringin í kringum landið. Þar sem sjálfstæðismenn ráða, hefur kvótinn verið notaður til að hygla flokksgæðingum, sem aftur á móti hafa greitt ríflega í kosningarsjóð flokksins. Þetta vita allir sem vilja vita. Byggðakvótann á að leggja af, í staðinn verða handfæraveiðar gefnar frjálsar, þetta á að gera strax eftir kosningar. Svo má byrja að færa fiskinn til fólksins.
Afnám byggðakvóta vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 11:39
Heilindi klerksins
Það er alveg í anda klerksins að andskotast út í þá sem vilja breyta til í kvótakerfinu, enda veit hann aldrei hvort hann er að koma eða fara. Hefur varla hugmynd um hvaða flokki hann tilheyrir eða hvaða stefnu hann hafði í gær um handfæraveiðar. Þetta litla hænuskref sem Vg hefur á stefnuskrá sinni í kvótabreytingum kemur mörgum smábátaeigendum til góða og því ber að fagna þessari hugmynd.
Það er alveg öruggt að Vg og Samfylkingin verði við stjórn eftir kosningar. Trillukarlar um land allt geta farið að þurrka rykið af handfærarúllunum, grásleppukarlar komast á skak strax eftir grásleppuvertíðina. Sjávarþorpin verða mun líflegri.
Stofnað leikhús í Kaffivagninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 08:20
Heiðarleiki
Enginn stjórnmálamaður nýtur meira traust en Jóhanna Sigurðardóttir, enda hefur hún alltaf unnið af hugsjón og heilindum. Það er einmitt heiðarleikinn sem við þurfum á að halda. Við þurfum að byggja upp samfélag sem fólk getur treyst hvort öðru. Allt pukur, bankaleynd, lokaðir reikningar stjórnmálaflokkana, mútufé, óheiðarlegir stjórnmálamenn, þetta höfum við verið að sjá svo bersýnilega síðustu daga.
Jóhanna Sigurðardóttir er sá stjórnmálamaður sem við þurfum svo sannarlega á að halda.
Meirihluti vill Jóhönnu áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2009 | 19:14
Sjálfstæðisflokkurinn
Ferlega er það nú aumt hjá stjórn sjálfstæðisflokksins að viðurkenna ekki vitneskju sína um mútuféð sem flokkurinn þáði árið 2006. Það trúir því engin að valdamesta fólkið í flokknum hafi ekki vitað af þessum gjörningi. Lágkúrulegt að reyna að skella sökinni á þrjá menn. Allir borgarstjórnarfulltrúar og allir þingmenn sjálfstæðisflokksins vissu af þessum peningum.
Sjálfstæðisflokkurinn er sá spilltasti og óheiðarlegasti flokkur sem fyrirfinnst í vestrænum ríkjum.
Það hefur enginn gleymt ráðningum í embætti ríksins þar sem vinir og ættingar Davíðs Oddsonar gengu fyrir í öll störf.
Svandís skorar á Guðlaug Þór og Vilhjálm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2009 | 21:01
Mútur
Þegar stjórnmálaflokki er mútað með tugmilljónum króna, þá vita allir þingmenn og allir borgarstjórnarmenn flokksins af því. Þeir verða að framfylgja því sem mútugjafinn ætlast til, öðruvísi gengur dæmið ekki upp.
Jafn áhrifamikill maður og Bjarni Benediktsson er innan sjálfstæðisflokksins, þá veit hann að sjálfsögðu um fjárhagsstöðu flokksins og hann vissi líka um stöðuna árið 2006.
Þorgerður Katrín hefur alla vitneskju um stærstu peningagjafirnar til sjálfsæðisflokksins síðustu ára. Að halda því fram að bara Geir Hilmar og einhverjir tveir hjálparguttar séu þeir einu sem vissu um peningana frá Jóni Ásgeiri og Bjöggunum er hrein firra.
Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 17:24
Þorgerður Katrín hætt í sjálfstæðisflokknum
Nú hafa fundist þrír sökudólgar fyrir mútufénu sem sjálfstæðisflokkurinn fékk frá FLgrúbb og Landsbankanum, þeir eru Geir Hilmar og einhverjir tveir guttar sem stóðu að söfnunninni sem þá var í gangi og allir hafa þeir viðurkennt sök. Aðrir sjálfstæðismenn segast vera saklausir.
Hvað varð af varaformanni sjálfstæðisflokksins, vissi hún ekkert um fjármál flokksins? Er hún bara svona upp á punt og veit ekkert í sinn haus og fylgist ekkert með því sem gerist í kringum hana? Ég trúi því ekki, en undra mig á því hvað lítið ber á henni þessa dagana. Er hún kannski hætt í flokknum?
Augljós mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)