Útilokunaraðferðin

Pólítískur öfgahópur ræðst inn á skrifstofu Samfylkingarinnar, hver er að verki? Látum okkur sjá og beitum útilokunaraðferðinni.

Framsókn, nei þeir láta aldrei svona, eru of miklir refir til að vera með leikaraskap.

Borgarahreyfingin, nei þeir eru alltof uppteknir af sjálfum sér, svo eiga þeir enga peninga fyrir slori og skyri.

Lýðræðishreyfingin, nei þeir hafa ekki mannskap á þessu svæði til að sletta.

Frjálslyndi flokkurinn, nei alltof fámennir og þeir myndi eingöngu nota slor.

VG, nei þeir eru vinir Samfylkingarinnar og myndu frekar færa flokknum skyr með rjóma á djúpum disk.

Sjálfstæðisflokkurinn, hemmm hm stuttbuxnadeildin með lambúshettur. Gæti það verið?

 


mbl.is Slettu skyri í kosningaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá hvað þetta er hlutlaus nálgun hjá þér o.0 Það er alveg augljóst að allt sem misfer í þessu landi er hægt að rekja beint eða óbeint til Sjálfstæðisflokksins

Jói (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hvað með Anarkista?  Voru það ekki þeir sem slettu grænu skyri í Háskólanum fyrir nokkrum vikum?

Axel Þór Kolbeinsson, 20.4.2009 kl. 12:23

3 identicon

Það er komið fram að þetta voru ungir vinstri grænir sem gerðu þetta. Mér finnst því að sumir hér skuldi ákveðnum flokk afsökunarbeiðni.

andri (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:37

4 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Góðir punktar, það þarf að skoða allt.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 20.4.2009 kl. 12:38

5 identicon

Hvernig geturðu útilokað lýðræðishreyfinguna, sem að eigin sögn stóð að því að ríkisstjórnin fór frá, með eggjakasti og skemmdarverkum?

Ekki er langt frá Reykjavík í Hafnarfjörðinn

Talar endalaust um að flokkar séu fámennir

Ef flokkur skilar framboði í öllum kjördæmum er komið hátt í 100 manns sem eru í flokknum, þarna voru ekki á annaðhundrað manns að sletta skyri

SKemmtilegt hvað svona fólk eins og þú verður þess valdandi að fólk nennir ekki að hlusta á þetta helvítis væl endalaust og tekur þá ákvörðun að kjósa sjálfsstæðisflokkinn... Ég er eitt dæmi um það

Bjarki (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:39

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ekki gleyma klements íhalds-þursunum tveimur sem réðust á mótmælendur um áramótin er þeir tóku að sér að vera sjálfskipaðir óeirðarlögreglumenn.

Brynjar Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 12:44

7 Smámynd: Sylvester

Ég vil benda þér á þessa "snillinga" www.oskra.org.

Sylvester, 20.4.2009 kl. 12:45

8 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Bjarki, ég er bakari og ekki í framboði fyrir neinn flokk.

Bjarki þú átt að kjósa samkvæmt pólítískri sannfæringu, ekki vera svona mikil "kerling" og láta einhverja vælupúka eins og mig hafa áhrif á  það hvað þú kýst.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 20.4.2009 kl. 12:48

9 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Annars kemur það mér á óvart að Ung VG hafi lagt leið sína alla leið inní Hafnarfjörð, þetta er nú dágóður spotti frá kaffihúsunum í 101 !

Ingólfur Þór Guðmundsson, 20.4.2009 kl. 13:55

10 Smámynd: Stefán Gestsson

Merkilegt ætli fólk hefði verið jafn sjokkerað hefði þetta verið skrifstofa X-D.

Stefán Gestsson, 20.4.2009 kl. 14:10

11 identicon

Nei, þetta voru fótgönguliðar úr SA-sveitum VG sem tóku feil á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.  Þeir eru ekki betri að sér en þetta þessir hlandhausar úr pottormaliði VG.

Alli Þ. B. (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:22

12 identicon

Þeir einu sem hata Samfylkinguna nóg til að gera svona lagað eru Sjálfstæðismenn. Hvítliðar Sjálfstæðismanna eru farnir að sletta skít út um allt, láta sér greinilega ekki nægja að gera þetta í auglýsingum sínum.

Ef þetta hefðu verið umhverfisverndarsamtök þá hefðu þau gert þetta undir nafni, enda ekki eins miklir heiglar og Sjálfstæðismenn.

Valsól (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:33

13 identicon

Er öllum hérna sama þó það hafi komið fram í fjölmiðlum að skyri hafi verið slett á kosningaskrifstofu XD líka og ungir VG hafi verið staðnir af verki við að reyna að gera það sama hjá Framsóknarflokknum???????????

Ég get ekki annað en undrast heimskuna í mörgum bloggurum í dag, ekki furða að þetta sé kallað sori samfélagsins.

Andri (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:58

14 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Sjálfstæðismenn eru blá-blá-blásaklausir. Það var eitt mikilvægt atriði sem mér sást yfir. Vatnsgreiddu jakkafatagæjarnir í FLokknum myndu aldrei í lífinu handleika slor.

Svona er nú gott að fá sem flestar skoðanir og vinna út frá þeim. 

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 20.4.2009 kl. 15:23

15 identicon

Þú ert nú meiri hálfvitinn. Auðvitað voru þetta sjálfstæðismenn enda er allt rangt sem gerist i heiminum þeim að kenna. Já bíddu nú við, nú er búið að sletta skyri líka hjá kosningaskrifstofu XD?? Hmmm haa heimskuleg og illa úthugsuð komment hjá þér að bíta þig í rassgatið

nonni (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:42

16 identicon

Skrítið hvað margir hér taka þetta alvarlega. Mér fanst þessi skrif vera miklu meira svona í gríni, svona til að hafa gaman af heldur að mér dytti í hug að höfundurinn væri svona í alvuru að saka sjálfstæðisflokkin um þetta. Það getur svo sem auðvitað verið hann, en sjálfsagt getur það líka verið hver og einn hinna líka. Mér fynst þetta skemmtileg rök fyrir hversvegna hver hinna flokkana ættu ekki að gera þetta og skemtilegast með VG að þeir mundu bara koma með skyr og rjóma á djupum disk til vina sinna. En svona í alvuru talað að þá dytti mér ekki í hug að taka þessi rök alvarlega. Bara skemmtilegt og takk fyrir.

Kjarri 

Kjarri. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband