12.3.2009 | 21:33
Til hamingju Samfylkingarfólk
Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir Samfylkingarfólk.
Það sem vekur athygli í þessari könnun er að sjálfstæðismenn hafa verið mjög áberandi þessa dagana þar sem þeir auglýsa grimmt í öllum fjölmiðlum, það skilar þeim samt ekki betri útkomu í skoðunarkönnunni. Reyndar er það svo að enginn nennir að lesa þessar heimasíður þeirra og bæklinga sem þeir gefa út. Til að komast í fréttir þurfa þeir að tína áróðusritum sínum að láta brjótast inn á kosningarskrifstofuna, líka ef þeir skrifa eitthvað neikvætt um Samfylkinguna. Stefnumál þeirra eru ekki áhugaverð svo mikið er víst.
Þjóðin er reyndar gáttuð á vinnubrögðum þingmanna sjálfstæðisflokksins á alþingi, þeir reyna að þvælast fyrir eins mikið og þeir geta.
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru vissulega ánægjuleg tíðindi að Samfylkingin skuli vera stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Sjálfstæðismenn auglýsa brosandi frambjóðendur, en eru svo með allskyns tafir og útúrsnúninga á þingi. Það er þeirra rétta andlit þessa dagana, hvað sem auglýsingarnar segja.
Það er nokkuð ljóst að ráðning Evu Joly er ekki til þass fallin að gleðja hjörtu á hægri vændnum. Einhvers staðar er allt þetta fólk sem spilaði með hinum svokölluðu "útrásarvíkingum" Og hvað með LÍÚ, olíufélögin, tryggingafélögin og svo bara allt hitt. Þolir það allt skoðun, ekki víst.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.3.2009 kl. 21:58
Já það er einmitt ástæða til að óska Samfylkingunni til hamingju. Já til hamingju með blekkingarleikinn því hann hefur tekist 100%. Enda löngum ljóst að kjósandi er heimskur.
Hvaða flokkur var það sem stýrði bankamálunum þar sem allt svíneríið var síðust tvö árin???? Hvaða ráðherra hefur opinberlega lýst því yfir að hann hafi bara ekki haft hugmynd um nein mál sem snúa að bankamálum s.l. tvö árin?? Hvaða ráðherra ákvað seint og um síðir að segja af sér og skildi fjármálaeftirlitið eftir stjórnlaust??? Hvaða þingmaður hvað flokks á suðurlandi fékk eftir sem áður góða kosningu í prófkjöri í 1. sæti og leiðir þar af leiðandi listann á suðurlandi???
Jú þetta er einfalt. Það var auðvitað hann Björgvin, samfylkingar-bankamála-viðskiptaráðherra sem er svarið við öllum spurningunum. Ég bara spyr er ekki full ástæða til að óska Samfylkingunni til hamingju með að hafa svo algerlega tekist að slá ryki í augu fólks að það telur Samfylkinguna besta kostinn í dag og það sem það treystir best til að stjórna, þrátt fyrir að enginn viti raunverulega eða hafi vitað lengi hver ræður og stjórnar í Samfylkingunni eða hvaða stefnu þeir hafa. Enda hafa þeir löngum verið á jötunni hjá þeim Baugsfeðgum og fengið þaðan ótalda styrki og stuðning.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.