Vilhjálmur og siðleysi

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnullífsins gerðu með sér samninga til að atvinnulífið gæti plumað sig í þessu skelfilega efnahagsástandi sem nú er. Græðgi eignamanna að heimta arð út úr fyrirtækjum á sama tíma og launafólk tók á sig launalækkanir til að bjarga fyrirtækjum frá fjárhagserfiðleikum, er engan vegin í takt við það það ástand sem nú er.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri var svo klaufalegur að hneykslast á orðum forsætisráðherra um siðleysi stjórnenda HB Granda. Þar með setti hann samningana sem ASÍ og SA höfðu gert með sér í uppnám.  Hann ýtti undir þann óróa sem Grandamenn höfðu skapað í þjóðfélaginu. 


mbl.is Samningar hanga á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þeir hafa oft verið ótrúlega taktlausir þessir svokölluðu talsmenn atvinnurekenda i gegnum tíðina og tónn Vilhjálms er æði falskur.

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband