4.4.2009 | 18:27
Siggi blóma og plokkafiskurinn
Plokkfiskurinn er vinsælasti maturinn sem er á borðum í öllum mötuneytum, það þarf alltaf að hafa ríflegan skammt þegar þessi ljúfi matur er í boði. Á sumrin er Maggi Hauks í Tjöruhúsinu oftast með plokkfisk á matseðlinum, gríðarlega vinsæll réttur. Nú hefur Siggi blóma, strákurinn hennar Ástu Arngríms, hafið framleiðslu á Vestfirskum plokkfiski sem hann selur svo í kolaportinu í Reykjavík.
Siggi er orðin frægur matreiðslumaður sem kemur sífelt á óvart. Hann framleiðir töfraldrykk sem gerður er úr íslenskum jurtum og hefur góð áhrif á kyngetu manna, svo bruggar hann Grænu Þrumuna sem er eftirlætisréttur allra blóma. Á sumrin rekur Siggi veitingarstaðinn og gistiheimilið Dalbæ á Snæfjallaströnd, þar er hægt að fá köku sem heitir því langa nafni ÞaðErBaraÞú, þetta er einhverskonar súkkulaðkaka og að sjálfsögðu er hann líka með plokkfisk.
Mér datt þetta svona í hug þegar ég heyrði talað um plokkfisk.
Plokkað á rétta strengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.