Samfylkingin og ESB

Það er ljóst að eftir kosningar verður þverpólítísk afstaða til Efrópubandalagsins á Alþingi. Sjálfstæðismenn eru feimnir við að opinbera skoðanir sínar í þessu máli, fjölmargir eru þó nokkurskonar leynifylgendur bandalagsins. Þora samt ekki að segja skoðun sína afdráttarlaust fyrir kosningar.

Framsóknarmenn eru eins og þeir eru, opnir og lokaðir í báða enda.

Mjög stór hópur sem fylgja og kjósa Vinstri græna eru hlyntir aðildarviðræðum.

Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur afdráttarlausa stefnu í þessu veigamiklu máli, það á að fara í viðræður og sjá hvað er í boði. Aðildarviðræður eru jafnframt peningarstefna Íslands næstu ára.


mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óó má ekki

Það sem hrjáir íslenskt efnahagskerfi er skortur á eftirliti. Reglan sem auðjöfrar nota er, "það sem ekki er bannað, það má". Það þýðir ekkert að biðja menn að bæta siðferðið, það verður að setja lög og reglur og það verður að vera refsing ef ekki er farið eftir þeim. Benda fjármálamönnum kurteislega á að hitt  og þetta sé nú ekki siðlegt, gengur bara ekki upp.

Strangar reglur um bankakerfið og fjármálalífið er það sem þarf. Sjálfstæðismenn ætla ekki að breyta neinu í sinni stefnuskrá hvað varðar eftirlit og reglugerðir fjármálaheimsins. Þeir segja að stefna flokksins sé rétt, það var bara fólkið sem brást. Og Ísland sökk í skuldafen.


mbl.is Verða að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur og siðleysi

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnullífsins gerðu með sér samninga til að atvinnulífið gæti plumað sig í þessu skelfilega efnahagsástandi sem nú er. Græðgi eignamanna að heimta arð út úr fyrirtækjum á sama tíma og launafólk tók á sig launalækkanir til að bjarga fyrirtækjum frá fjárhagserfiðleikum, er engan vegin í takt við það það ástand sem nú er.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri var svo klaufalegur að hneykslast á orðum forsætisráðherra um siðleysi stjórnenda HB Granda. Þar með setti hann samningana sem ASÍ og SA höfðu gert með sér í uppnám.  Hann ýtti undir þann óróa sem Grandamenn höfðu skapað í þjóðfélaginu. 


mbl.is Samningar hanga á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið að tapa sér

Það er ekki mikið að gerast hjá sjálfstæðismönnum þessa dagana og ekki virðast þeir taka hlutverk sitt á alþingi alvarlega. Á fullu kaupi í þinginu fara þeir að velta því fyrir sér hvort Samfylkingin og VG ætla að vinna saman eftir kosningar. Svona umræða á heima á kosningarfundum út í bæ, ekki á alþingi.

Við ætlumst til að alþingismenn vinni fyrir launum sínum og leysi þau mál og þann vanda sem tilheyra samfélaginu. Sjálfstæðismenn eru ekki að skilja hlutverk sitt, þvaðra bara um mál sem koma þinginu ekkert við og trufla vinnandi fólk.

 


mbl.is Kollhnísafréttaskýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syndir sjálfstæðisflokksins

Það er bersýnilegt að ríkisstjórnin sem nú situr ætlar að leyfa almenningi að fylgast með því sem er að gerast í ríkiskerfinu. Hún mun ekki fela neitt og fortíðin verður upp á borðinu, leyndarmál afhjúpuð. Einkavinanefndirnar sem áður störfuðu bak við luktar dyr eru nú horfnar og allar dyr opnaðar og allar skúffur.

Sjálfstæðisflokkurinn með öll sín leyndarmál á erfitt með að starfa í nýja Íslandi, gefum þeim langt frí.


mbl.is Almannahagsmunir taldir ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rækta garðinn sinn

Ræktun sumarblómaAssgoti öfunda ég þetta fólk af græjunum sem það notar við að rækta kannabisplöntuna. Síðan í janúar hef ég verið að koma upp nokkrum tegundum af sumarblómum og þarf að nota alla glugga í húsinu til þess en birtan aldrei nóg. Konan þolir þessa yfirtöku á gluggum heimilisins bara í smátíma, verður orðin pirruð í maí. Við erum með ágæta geymslu en birtan þar er svo til engin, svo það þarf að lýsa hana upp með gerfisól til að græðlingarnir dafni.

Plöntukrimmarnir nota eingöngu hágæða lampa sem kosta eitthvað i kringum fimmtíu þúsund krónur stykkið. Lögreglan er með uppboð tvisvar, þrisvar á ári, á góssi og græjum sem þær hafa upprætt. Nú verð ég að hafa vakandi auga með þessum uppboðum á næstunni, get þá kanski fengið ódýra plöntulampa, vökvakerfi, viftur og fl.


mbl.is Kæmi til greina að leyfa kannabislyf á undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisverðlaun handa Samfylkingunni

Íslandshreyfingin heiðrar Samfylkinguna með komu sinni. Þetta er mikil viðurkenning á stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum og þá á um leið viðurkenning á störfum fyrrverandi umhverfismálaráðherra, Þórunni. Ég fagna komu þessara ágætu umhverfisverndarsinna í flokkinn.

Verið hjartanlega velkominn.


mbl.is Aðalfundur Íslandshreyfingar samþykkti aðild að Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrtir sjálfstæðismenn

Svo segir í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu: "Sú ákvörðun stjórnar HB Granda að leggja til að greiða hluthöfum 8% arð er forkastanleg og óásættanleg með öllu í því ástandi sem nú ríkir. SGS skorar á fyrirtækið að láta launahækkanir upp á 13.500 kr. koma strax til framkvæmda."

Vilhjálmur er fyrrverandi þingmaður sjálfstæðisflokksins og einn helsti hugmyndafræðingur frjálshyggjunar. Hann skilur ekki orðið siðfræði, hann bara fattar ekki að allt samfélagið er á suðupunkti vegna græðgi fjármálamanna. Vilhjálmur er ekki eini frjálshyggjumaðurinn sem er svona blindur, flestir flokksfélagar hans eru það líka.

Að láta verkafólk í frystihúsi taka á sig launalækkanir til að borga auðjöfrum milljónir í arð er SIÐLEYSI.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prik fyrir VG

Vinstri Grænir fá prik fyrir þetta, sammála að á svona stöðum þrífst allur ands... .Næsta þjóðþrifamál er að banna sölu á tóbaki og öllu sem inniheldur nikótín. Nú er tíminn sem menn eiga að vera óhræddir við að setja lög og reglur gegn samfélagslegum óþverra. Hræðsla við reglugerðir eiga heima í fortíðinni enda var það, það sem setti íslendinga í þá fjárhagsstöðu sem við erum nú í.
mbl.is Ísland ríður á vaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skuldar Sigmundur og hans nánustu?

Flöt niðurfelling lána koma þeim sem skulda mest ákaflega vel. Við eigum að handvelja hverjum á að hjálpa, ekki afhenda einhverjum óreiðumönnum peninga samfélagsins. Það eru fjölmargir sem þurfa og eiga rétt á aðstoð vegna hrunsins, alls ekki allir.

Sigmundur Davíð er nú á því að Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn sé að vinna á móti honum, allt eitt allsherjar samsæri gegn honum og framsóknarflokknum, hvað er að þessu fólki.

Ég þarf enga aðstoð.


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband