13.3.2009 | 12:23
Félagsskítar
Nú eru í gangi prófkjör hjá stjórnmálaflokkunum og fjöldi manns að vinna sjálfboðavinnu fyrir sinn kandidat. Þeir hringja út, fara á götuna og tala við fólk, halda kosningarskrifstofunum opnum, og leggja mikið á sig fyrir sinn mann. Þetta er fólk sem vinnur af hugsjón, vinnur fyrir flokkinn sinn.
Eftir prófkjörið eru sigrar og ósigrar kynntir í fjömiðlum, sjálfboðaliðarnir fagna eða verða pínu spældir en þeir vinna áfram fyrir flokkinn sinn vegna þess að hugsjón þeirra byggist ekki á einum manni. Það er því sorglegt þegar sumir kandidatarnir svíkja þetta ágæta fólk sem lagði svo mikla vinnu á sig fyrir sinn frambjóðanda.
Þetta gerist fyrir hverjar kosningar og í öllum flokkum. Ég á mörg ljót orð yfir þá sem svíkja sinn flokk eftir prófkjörið, eitt vægasta orðið mitt er FÉLAGSSKÍTUR.
Karl V. til liðs við Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 21:33
Til hamingju Samfylkingarfólk
Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir Samfylkingarfólk.
Það sem vekur athygli í þessari könnun er að sjálfstæðismenn hafa verið mjög áberandi þessa dagana þar sem þeir auglýsa grimmt í öllum fjölmiðlum, það skilar þeim samt ekki betri útkomu í skoðunarkönnunni. Reyndar er það svo að enginn nennir að lesa þessar heimasíður þeirra og bæklinga sem þeir gefa út. Til að komast í fréttir þurfa þeir að tína áróðusritum sínum að láta brjótast inn á kosningarskrifstofuna, líka ef þeir skrifa eitthvað neikvætt um Samfylkinguna. Stefnumál þeirra eru ekki áhugaverð svo mikið er víst.
Þjóðin er reyndar gáttuð á vinnubrögðum þingmanna sjálfstæðisflokksins á alþingi, þeir reyna að þvælast fyrir eins mikið og þeir geta.
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)